154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[13:10]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Samkvæmt 12. gr. í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997, skal leggja árlegt gjald á allar brunatryggðar eignir, húseignir, sem nemur 0,3% af vátryggingaverðmæti. Árið 2002 innheimti ríkið 3,8 milljarða með þessu móti en setti einungis 2,7 milljarða í ofanflóðasjóð. Þannig hafa á síðasta áratug yfir 15 milljarðar verið nýttir í almennan rekstur ríkissjóðs, peningar sem ættu að fara í að verja byggðir fyrir aur- og snjóflóðum. Ég veit það af samtölum mínum við fólk sem býr við þá hættu að þar geti fallið eða það jafnvel hefur fallið snjóflóð að sú óvissa sem skapast vegna tafa á framkvæmdum við varnir hefur skelfileg áhrif á sálarlíf þeirra. Ætlar hæstv. ráðherra að beita sér fyrir því að það fjármagn sem innheimt er til varna gegn aur- og snjóflóðum skili sér í ofanflóðasjóð og að framkvæmdum við varnargarða verði flýtt þar sem þarf?